Sími: 824-1849

Adobe Creative Cloud á Íslandi

Allar hugbúnaðarlausnir frá Adobe í einum pakka til leigu í gegnum Adobe Creative Cloud. Allar uppfærslur um leið og þær berast. Miklir möguleikar á samvinnu á skýi.  

Hugbúnaðarsetrið býður nú upp á öll Adobe forritin í áskrift í gegnum hið svokallaða Adobe Creative Cloud vefumhverfi. Þar fær viðkomandi aðgang að nýjustu forritunum frá Adobe, bæði með PC tölvu eða Apple.

Með því að vera áskrifandi að Adobe Creative Cloud getur þú valið að nota öll uppáhalds Adobe forritin, eða prufa ný og setja þau upp á tvær tölvur, hvort sem er Win aða Mac.

Creative Suite hugbúnaður, þar á meðal Photoshop, Illustrator, Adobe InDesign og öll hin Adobe forritin eins og Adobe Muse, Lightroom, Adobe Edge tól, verða áfram sett upp á tölvurnar sjálfar og nýta alla kosti og hraða sem þær bjóða upp á.

Með Creative Cloud er boðið upp á mestan sveigjanleika í notkun, lægri stofnkostnað og ekki síst til að Adobe geti veitt þér aðgang að öllum nýjustu uppfærslum og nýjungum um leið og þær berast.  Creative Cloud er boðið í eins árs áskrift. Adobe Creative Cloud áskrift er til staðar fyrir einstaklinga eða fyrirtæki með x12 mánaða áskrift.

Panta Creative Cloud

12 mánaða áskrift - all apps.

Kr. 138.085 m. vsk

Verð miðast við gengi GBP = 132,00 15. maí, 2017

Adobe Creative Cloud fyrir teymi.

Ímyndaðu þér að teymi þitt hafi alltaf aðgang að nýjasta og besta hugbúnaði. Hugsaðu þér fjölda af tímasparandi aðgerðum og að teymið geti deilt skrám á hinu ýmsu tölvur eða tæki, til dæmis spjaldtölvur. Það er Adobe Creative Cloud fyrir teymi.

Allur Adobe CS6 hugbúnaðurinn sem ekki verður í hefðbundnum Adobe hugbúnaði eða “svítum” gera það mikið auðveldara fyrir þitt teymi að vinna – einfaldar alla umsjón með leyfum miðlægt, skráir eða afskráir notendur með einfaldri aðgerð. Allt þetta í einum pakka.

Þar sem Creative Suite forritin eru uppsett beint á tölvur þarf ekki að vera með stöðuga nettengingu. Hins vegar þurfa tölvurnar að vera nettengdar á meðan á uppsetningu stendur og tenging við leyfi á sér stað. Eftir það þurfa þær að tengjast Internetinu minnst einu sinni á 30 daga fresti. Hugbúnaðurinn sér um að láta þig vita áður en tengingar er þörf til að viðhalda gildi leyfis og um allar uppfærslur.

Panta Creative Cloud