Sími: 824-1849

Webinars - Námskeið á vefnum

Í dag er orðið mjög aðgengilegt að vera með fjarkennslu yfir Internetið. Hugbúnaðasetrið ehf. leggur áherslu á að nýta þessa tækni, sérstaklega með svokölluðum „Webinars“.

Með Webinars geta þátttakendur verið heima hjá sér eða þar sem þeim hentar, svo lengi sem þeir hafa góða nettengingu, hátalara og hljóðnema tengda við tölvuna.

Námskeiðin fara þannig fram að kennarinn er með fjarkennslu, en jafnframt því geta þátttakendur á námskeiðinu slegið inn spurningar sem kennarinn svarar í lokin.

Ef það eru fyrirspurnartímar, þá geta þátttakendur talað inn spurningar sem allir þátttakendur þá heyra og síðan séð og heyrt svör kennarans.

Skráðir þátttakendur geta síðan hlustað á upptöku af þessum námskeiðum í tvær vikur eftir að þau eiga sér stað.

Þessi „Webinars“ verða með innlendum leiðbeinendum en einnig verða erlendir sérfræðingar fengnir til að halda sérstök „Webinars“ á tíma sem hentar íslenskum markaði og með íslensku aðstoðarfólki, sem hefur yfirumsjón með skriflegum og töluðum fyrirspurnum.

Í undirbúningi eru vikuleg Webinars í febrúar og svo aftur í lok mars og í apríl. Og það er aðeins byrjunin.

Þessi „Webinars“ eða námskeið á vefnum verða á mjög hagstæðu verði.

Auðvelt verður að fylgjast með öllum námskeiðun með því að skrá sig fyrir fréttabrérfi okkar.