Sími: 824-1849

Um Hugbúnaðarsetrið ehf.

Hugbúnaðarsetrið ehf. er stofnað til að gera Íslendingum kleift að kaupa á góðum kjörum allan hugbúnað frá Adobe Systems á löglegan, einfaldan og þægilegan máta.

Hugbúnaðarsetrið ehf. byggir á persónulegum tengslum við starfsfólk Adobe Systems, bæði í höfuðstöðvum fyrirtækisins í San Jose í Bandaríkjunum og hjá Adobe Systems Europe Ltd.

Hugbúnaðarsetrið ehf. leggur áherslu á:

  1. Að viðskiptavinir fyrirtækisins njóti bestu kjara á öllum vörum sem fyrirtækið býður.
  2. Að viðskiptin séu einföld, þægileg og hnökralaus.
  3. Að viðskiptavinurinn fái send beint til sín frá framleiðanda öll leyfisnúmer fyrir hugbúnað eða aðra vöru sem hann kaupir hjá Hugbúnaðarsetrinu ehf. og sé skráður beint sem eigandi þeirra leyfa eða vöru.

Nafn fyrirtækisins, Hugbúnaðarsetrið ehf., tengist markmiði fyrirtækisins að selja á aðgengilegan máta hugbúnaðarlausnir og tengda vörur og um leið að stuðla að menntun og fræðslu um notkun vörunnar. Það er grundvallaratriði í stefnu fyrirtækisins að eyrnamerkja ríflegan hluta af tekjum sínum þessum fræðsluþætti.

Fræðsluþátturinn yrði með fjölbreyttu sniði og fæli í sér námskeið innlendra og erlendra sérfræðinga í mismunandi Adobe-hugbúnaðarlausnum, og námskeiðum í gegnum Internetið, svo kölluðum „webinars“. Þau yrðu sérstaklega send út í samvinnu við Hugbúnaðarsetrið ehf. fyrir íslenskan markað.

Hugbúnaðarsetrið mun einnig bjóða hugbúnaðarlausnir frá ýmsum fyrirtækjum sem tengjast notkun Adobe-hugbúnaðarlausna og sérhannað kennsluefni sem hala má niður eða kaupa á DVD-diskum.

Á vef fyrirtækisins verða svo upplýsingar og slóðir á fjölbreytt, ókeypis efni á Internetinu, bæði sérsniðið kennsluefni og áhugavert fræðsluefni sem tengist þeirri tækni er lýtur að vörum sem Hugbúnaðarsetrið ehf. selur.

Með kveðju og ósk um góð og gjöful samskipti,

f. h. Hugbúnaðarsetursins ehf.

Einar Erlendsson

The website is made by XLD Studios.